9. október 2024
Bjarg byggir 40 nýjar íbúðir í Safamýri
Bjarg íbúðafélag mun reisa 40 leiguíbúðir á stórri lóð við Safamýri og Háaleitisbraut.
Félaginu er ætlað að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði, sem eru fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB, aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norænni fyrirmynd. Fyrstu íbúðir voru afhentar leigutökum í júní 2019.
Íbúðir Bjargs íbúðafélags eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum og sem hafa verið virkir á vinnumarkaði og fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB í a.m.k. 16 mánuð, sl. 24 mánuði miðað við úthlutun. Athugið að reiknivélin er eingöngu til viðmiðunar og taka þarf niðurstöðum hennar með fyrirvara.
Félagið hefur hafist handa við uppbyggingu íbúða víða um land.
Meira um íbúðirnarBjarg starfar samkvæmt lögum um almennar íbúðir. Í lögunum eru tilgreind tekju- og eignamörk ásamt viðmiði um greiðslubyrði leigu. Þá þurfa umsækjendur að vera félagsmenn stéttarfélags innan ASÍ eða BSRB.
Þú þarft að vera orðinn 18 ára, skráður og virkur á biðlista hjá Bjargi og með skráða umsókn. Þú þarft að hafa verið virkur á vinnumarkaði og félagsmaður aðildarfélaga innan ASÍ eða BSRB í a.m.k. 16 mánuð, sl. 24 mánuði miðað við úthlutun. Þú þarft að vera undir ákveðnum tekju- og eignamörkum við upphaf leigu og greiðslubyrði leigu skal að jafnaði ekki fara umfram 25%-30% af heildartekjum að teknu tilliti til húsnæðisbóta, barnabóta og meðlags.
Þú skráir þig á biðlista í gegnum “mínar síður”, þú staðfestir að þú uppfyllir skilyrði fyrir úthlutun og greiðir félagsgjald. Þú berð sjálfur ábyrgð á því að vita að þú uppfyllir öll skilyrði fyrir úthlutun og það þarf því að skoða vel. Bjarg skoðar ekki fyrr en við úthlutun hvort viðkomandi upplýsingar séu réttar. Vertu því viss um stéttarfélagsaðildina og að þú standist tekju- og eignamörkin ásamt því að lesa úthlutunarreglurnar vel áður en þú greiðir félagsgjaldið og skráir þig á biðlistann. Skráningu á biðlista þarf að endurnýja á 12 mánaða fresti og greiða árlegt félagsgjald. Félagsgjald fæst ekki endurgreitt.
Þú átt að sjá á launaseðli í hvaða stéttarfélagi þú ert. Bæði vinnuveitandinn þinn og stéttarfélagið getur sagt til um hversu lengi þú hefur verið félagsmaður.
9. október 2024
Bjarg íbúðafélag mun reisa 40 leiguíbúðir á stórri lóð við Safamýri og Háaleitisbraut.
26. júlí 2024
Þúsundasta leiguíbúð Bjargs var afhent í dag, í nýju húsi Bjargs við Brekknaás í Árbæ, Reykjavík.
30. apríl 2024
Ársfundur Bjargs verður haldin miðvikudaginn 23. maí kl. 13:00 á skrifstofu VR í húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík
Ýmsir staðir á netinu þar sem hægt er að sækja gagnlegar upplýsingar.
Sendu okkur tölvupóst