21. mars 2019
Akraneshúsin að hefja ferðalagið heim
Tvö hús af þeim þremur sem rísa munu í Asparskógum á Akranesi eru að hefja ferðalagið heim, lestun er komin af stað og gengur vel. Íbúðir Bjargs í Asparskógum eru alls 33 og er áætlað að fyrstu leigutakar fái sínar íbúðir afhentar 1. júlí nk.
Hér má sjá myndband sem tekið var í desember sl. á verkstað í Lettlandi.