29. október 2018

Bjarg fær tvær nýjar lóðir í Hafnarfirði

Hamranes.png

Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar hefur veitt Bjargi íbúðafélagi vilyrði fyrir tveimur fjölbýlislóðum að Hamranesi, Hafnarfirði. 

Um er að ræða nýtt íbúðasvæði sem er verið að skipuleggja á skjólgóðu svæði suður af Skarðshlíð í Hafnarfirði. Gert er ráð fyrir að gera þar 150 íbúðir í hagkvæmum fjölbýlishúsum með bílastæðum ofanjarðar.

Vinna við hönnun húsanna mun hefjast hjá Bjargi á allra næstu vikum.