20. apríl 2021
Bjarg fær vilyrði fyrir lóðum á tveimur nýjum stöðum í borginni

Borgarráð hefur samþykkt að veita Bjargi íbúðafélagi vilyrði fyrir lóðum undir fjölbýlishús á tveimur stöðum í borginni. Um er að ræða lóð á horni Háaleitisbrautar og Safamýrar, gegnt verslunarmiðstöðinni Miðbæ og lóð við Seljakirkju í Breiðholti.
Vinna við deiliskipulag er hafin á lóðinni við Safamýrina og vinna við hverfisskipulag Breiðholt er langt komin.
Á báðum lóðum áformar Bjarg að reisa fjölbýlishús með 60 íbúðum.