19. maí 2020

Bjarg íbúðafélag hefur byggingu á 74 leiguíbúðum í Vogabyggð

Bátavogur 1d.png

Skóflustunga að 74 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir við Bátavog 1, á Gelgjutanga við Vogabyggð var tekin í dag kl. 11:30.

Nú þegar er Bjarg með yfir 200 íbúðir í útleigu á þremur ólíkum stöðum, í Móavegi, Grafarvogi, í Urðarbrunni, Úlfarsárdal og í Asparskógum á Akranesi.

Þá eru framkvæmdir við á þriðja hundrað nýjar íbúðir komnar vel á veg og hátt í 500 íbúðir eru í hönnunarferli.

Næstu afhendingar Bjargs eru á eftirfarandi stöðum í Reykjavík seinna á þessu ári; í Silfratjörn í Úlfarsárdal, í Hraunbæ og í Hallgerðargötu við Kirkjusand. Þá eru einnig afhendingar á næstu mánuðum á íbúðum Bjargs á Akureyri og í Þorlákshöfn.

Byggingarfélagið Jáverk mun sjá um byggingu fjölbýlishúsanna við Bátavog, Verkfræðistofa Reykjavíkur sér um verkfræðihönnun og arkitekt er T.ark arkitektar.

Nánari upplýsingar um íbúðirnar má finna hér og hér má finna skilyrði fyrir úthlutun

Frá vinstri: Gylfi Gíslason, framkvæmdarstjóri Jáverks, Guðmundur B. Gunnarsson, yfirmaður framkvæmda hjá Jáverk, Selma Unnsteinsdóttir frá Bjargi, Dagur B. Eggertsson, Borgarstjóri Reykjavíkur, Árni Stefán Jónsson, stjórnaformaður Bjargs íbúðafélags,  Þröstur Bjarnason frá Bjargi, Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs.