10. febrúar 2025
Framkvæmdir síðustu mánuði

Síðustu mánuði hefur Bjarg íbúðafélag afhent 76 íbúðir víða um land.
Síðastliðið sumar afhenti Bjarg seinasta húsið af þremur í Asparskógum 3 á Akranesi, fjórar íbúðir í Hallgerðartúni 69-75 á Hvolsvelli og 10 íbúðir í fyrsta húsi Bjargs af fimm við Brekknaás í Reykjavík. Seinni hús Bjargs við Brekknaás voru afhent á haust- og vetrarmánuðum 2024 og það seinasta nú í upphafi árs, en við Brekknaás eru 48 íbúðir í fimm tveggja hæða húsum.
Verklok voru á þremur húsum Bjargs í upphafi árs og standa nú yfir afhendingar á síðustu íbúðum Bjargs í Báruskeri 1 í Suðurnesjabæ (Sandgerði). Þar eru 11 íbúðir í tveggja hæða húsi. Ásamt því að fimm íbúðir í Lyngöldu 4A á Hellu voru afhentar nú í janúar.

Framkvæmdir ganga vel á Húsavík en áætlað er að þær íbúðir verði afhentar leigutökum í apríl. Þá eru framkvæmdir hafnar í Safamýri 58 – 60 í Reykjavík og eru áætluð verklok í júní 2026, sjá frétt um skóflustungu hér.
97 íbúðir eru nú í hönnunarferli og/eða byggingu hjá Bjargi og 859 íbúðir eru í undirbúningi. Fyrsta skóflustunga í Úugötu 10 og 12 í Mosfellsbæ áætluð nú á næstu vikum.
Frekari upplýsingar um uppbyggingu hjá Bjargi má finna hér.