20. júní 2019

Fyrsta íbúð Bjargs afhent með pompi og pragt

20_DSC1199.JPG

Katrín Ein­ars­dótt­ir, ein­stæð tveggja barna móðir, fékk, þann 20. júní 2019 af­henta lykla að fyrstu íbúðinni sem fer í leigu á veg­um Bjargs íbúðafé­lags. Íbúðin er við Móa­veg í Grafar­vogi. 

Með af­hend­ing­unni voru mörkuð tíma­mót í starf­semi Bjargs íbúðafé­lags, sem stofnað var af ASÍ og BSRB árið 2016. Þetta var fyrsta íbúðin sem fer á leigu en fleiri eru á leiðinni því alls 68 leigj­end­ur fá af­hent­ar íbúðir í júní og júlí, bæði við Móa­veg og einnig í Asp­ar­skóg­um á Akra­nesi.