27. febrúar 2018
Fyrsta skóflustunga Bjargs tekin við Móaveg, Reykjavík föstudaginn 23. febrúar 2018.
Um er að ræða fyrsta byggingaverkefni Bjargs en félagið áformar umfangsmiklar framkvæmdir á næstu misserum. Reiknað er með að um 450 íbúðir verði komnar í byggingu hjá félaginu í lok árs þessa árs og rúmlega 1.000 til viðbótar á næstu þremur til fjórum árum. Íbúðir í fyrsta áfanga verða meðal annars í Reykjavík, á Akranesi og Akureyri. Þá á félagið í viðræðum við sveitafélög víðar á landinu. Næstu byggingarframkvæmdir, á eftir Móavegi, hefjast svo strax í apríl við Urðarbrunn í Úlfarsársdal en þar verða byggðar 83 íbúðir. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar við Móaveg verði afhentar í júní 2019 og fyrstu íbúðirnar í Úlfarsársdal skömmu síðar.