25. maí 2019
Fyrsta skóflustunga tekin að íbúðum Bjargs í Hraunbæ 153-163
Fyrsta skóflustunga að íbúðum Bjargs í Hraunbæ 153-163 var tekin í gær í blíðskaparveðri. Þar verða byggðar 99 íbúðir í fjórum húsum sem verða tvær til fimm hæðir. Áætlað er að ljúka við byggingu þeirra í byrjun árs 2021.
Úthlutanir íbúða hjá Bjargi eru út frá númeri á biðlista og skráningum gerast rafrænt í gegnum "mínar síður" hér á heimasíðu Bjargs.