27. júní 2019

Fyrstu tvö hús Bjargs íbúðafélags að Asparskógum 12 og 14 á Akranesi afhent nýjum leigutökum

Frumbyggjarnir í Asparskógum.jpg

Fyrstu tvö hús Bjargs íbúðafélags að Asparskógum 12 og 14 á Akranesi voru afhent nýjum leigutökum í gær. 

Alls voru 22 íbúðir afhentar á Akranesi í gær og 11 íbúðir til viðbótar verða afhentar þann 1. ágúst við Asparskóga 16. 

Bjarg íbúðafélag óskar nýjum leigutökum innilega til hamingju með nýju heimilin.