15. maí 2019

Samningur undirritaður við ÍAV um byggingu 99 íbúða í Hraunbæ

fyrir vef.JPG

ÍAV tekur að sér að byggja 99 íbúðir fyrir Bjarg íbúðafélag við Hraunbæ, Reykjavík. Íbúðirnar eru í fjórum húsum sem eru tvær til fimm hæðir.

Upphaf framkvæmda er maí 2019 og upphaf leigu fyrstu íbúða er áætlað að verði 1. nóvember 2020. Áætlað er að verkinu verði að fullu lokið í febrúar 2021.

Arkþing arkitektar sjá um hönnun í verkefninu og Ferill verkfræðistofa fer með verkfræðihönnun.