15. ágúst 2018

Samningur undirritaður við Modulus um byggingu 33 íbúða á Akranesi

IMG_0714.JPG

Modulus tekur að sér að byggja 33 íbúðir fyrir Bjarg íbúðafélag við Asparskóga 12, 14 og 16 Akranesi. Íbúðirnar eru í þremur húsum sem eru tvær hæðir hvert. Arkitekt er Svava Björg Jónsdóttir.

Upphaf framkvæmda er haust 2018 og afhending íbúðanna er vor og sumar 2019.

Á myndinni frá vinstri, Þröstur Bjarnason, verkefnastjóri Bjargs íbúðafélags, Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags, Berta Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri/eigandi Modulus og Smári Björnsson, verkefnastjóri Modulus.