11. september 2017

Samningur við ÍAV vegna hönnunar og framkvæmda við Móaveg, Grafarvogi

Sigurður R. Ragnarsson frá ÍAV og Björn Traustason frá Bjargi við undirritun samningsins.
Sigurður R. Ragnarsson frá ÍAV og Björn Traustason frá Bjargi við undirritun samningsins.

Gengið hefur verið frá samningi milli ÍAV og Bjargs Íbúðafélags um samstarf (partnering ) vegna hönnunar og framkvæmda við Spöng, Grafarvogi í Reykjavík. Ferlið felur í sér að arkitekt , verkfræðingar, verktaki og eigandi vinni að því í sameiningu að ná fram hagræðingu í framkvæmdaferli og rekstri íbúða. Um er að ræða 156 íbúðir.

Yrki arkitektar sjá um hönnun í verkefninu og Mannvit eru með verkfræðihönnun.

Reiknað er með upphafi framkvæmda í janúar 2018.