11. september 2017
Samningur við ÍAV vegna hönnunar og framkvæmda við Móaveg, Grafarvogi
Gengið hefur verið frá samningi milli ÍAV og Bjargs Íbúðafélags um samstarf (partnering ) vegna hönnunar og framkvæmda við Spöng, Grafarvogi í Reykjavík. Ferlið felur í sér að arkitekt , verkfræðingar, verktaki og eigandi vinni að því í sameiningu að ná fram hagræðingu í framkvæmdaferli og rekstri íbúða. Um er að ræða 156 íbúðir.
Yrki arkitektar sjá um hönnun í verkefninu og Mannvit eru með verkfræðihönnun.
Reiknað er með upphafi framkvæmda í janúar 2018.