7. september 2017
Undirritaður samningur vegna hönnunar og framkvæmda við Kirkjusand
Undirritaður hefur verið samningur milli ÍSTAKS og Bjargs Íbúðafélags um samstarf (partnering ) vegna hönnunar og framkvæmda við Kirkjusand í Reykjavík. Um er að ræða 80 íbúðir á svokallaðri strætó lóð.
Í því ferli mun arkitekt, verkfræðingar, verktaki og eigandi vinna saman að ná fram hagræðingu í framkvæmdaferli og rekstri íbúða.
ASK Arkitektar sjá um hönnun hússins og Mannvit verða með verkfræðihönnun.
Reiknað er með upphafi framkvæmda í febrúar 2018.