7. september 2017

Undirritaður samningur vegna hönnunar og framkvæmda við Kirkjusand

Karl Andreassen frá ÍSTAKi og Björn Traustason frá Bjargi við undirritun samningsins
Karl Andreassen frá ÍSTAKi og Björn Traustason frá Bjargi við undirritun samningsins

Undirritaður hefur verið samningur milli ÍSTAKS og Bjargs Íbúðafélags um samstarf (partnering ) vegna hönnunar og framkvæmda við Kirkjusand í Reykjavík.  Um er að ræða 80 íbúðir á svokallaðri strætó lóð.

Í því ferli mun arkitekt, verkfræðingar, verktaki og eigandi vinna saman að ná fram hagræðingu í framkvæmdaferli og rekstri íbúða.

ASK Arkitektar sjá um hönnun hússins og Mannvit verða með verkfræðihönnun.

Reiknað er með upphafi framkvæmda í febrúar 2018.