24. apríl 2020

Úrræði vegna Covid-19

covid19.jpg

Bjarg íbúðafélag er með tímabundið greiðsluúrræðætluðu að koma til móts við þá leigutaka sem lenda í greiðsluvandræðum í kjölfar atvinnumissis eða skerts atvinnuhlutfalls vegna COVID-19.

Leigutökum Bjargs er boðið að fresta greiðslu hluta leigu mánaðanna apríl til ágúst 2020 í allt að 6 mánuði. Ekki er um niðurfellingu leigu að ræða. 

Að frestunartíma loknum hefst endurgreiðsla þess hluta sem frestað var og mun verða hægt að deila greiðslum á allt að 24 mánuði. 

Veittur verður frestur á sömu upphæð og lækkun tekna leigutaka (eftir skatt) eftir að úrræði sem eru í boði hafa verið nýtt. Frestur getur að hámarki orðið 50% af mánaðarleigu.

Eingöngu leigutakar sem eru í skilum og með gilda tryggingu eða bankaábyrgð fyrir leigusamningnum geta sótt um úrræðið. Sjá nánar hér.