3. janúar 2020
Viðmið um hámarkstekjur leigutaka hjá Bjargi hækka
Alþingi hefur samþykkt lagabreytingu þar sem hámarksviðmið um tekjur og eignir vegna almennra íbúða eru hækkuð. Breytingin tók gildi þann 1. janúar sl.
Hámarksviðmið eru nú eftirfarandi:
- 6.420.000 kr. ári, fyrir skatta (eða 535.000 kr. á mánuði) fyrir hvern einstakling.
- 8.988.000 kr. á ári, fyrir skatta (eða 749.000 kr. á mánuði) fyrir hjón og sambúðarfólk.
- 1.605.000 kr. á ári, fyrir skatta (eða 133.750 kr. á mánuði) fyrir hvert barn eða ungmenni að 20 ára aldri sem býr á heimilinu.
- Þá má heildareign heimilis ekki vera hærri en 6.930.000 kr.
Bjarg íbúðafélag fagnar þessum breytingum sem veita fleiri einstaklingum og fjölskyldum kost á hagkvæmu og öruggu leiguhúsnæði. Opið er fyrir skráningar samkvæmt nýju tekjuviðmiði á vef Bjargs.
Þá munu virkir umsækjendur sem áður höfðu fengið höfnun vegna of hárra tekna eða eigna, en falla nú undir ný viðmið, fá boð um íbúð eftir því sem þær standa til boða.
Á næstu dögum og vikum mun Bjarg opna fyrir umsóknir á fjórum nýjum stöðum, þ.e. í Hraunbæ, Kirkjusandi, Guðmannshaga (Akureyri) og í Silfratjörn í Úlfarsárdal. Nú þegar er opið fyrir umsóknir vegna leiguíbúða í Þorlákshöfn.
Nánari upplýsingar um nýjar íbúðir og skilyrði fyrir úthlutun má finna hér á heimasíðu Bjargs.