8. apríl 2022
Viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar um uppbyggingu Bjargs á allt að 505 íbúðum á næstu árum
Í samræmi við markmið Húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar um fjölbreytt framboð húsnæðiskosta fyrir alla félagshópa og félagslega fjölbreytni innan hverfa, Aðalskipulags Reykjavíkur 2040 og samningsmarkmið Reykjavíkurborgar á nýjum uppbyggingarsvæðum gera Reykjavíkurborg, kt. 530269-7609, vegna Reykjavíkurborgar eignasjóðs, kt. 570480-0149, Ráðhúsi Reykjavíkur og Bjarg íbúðafélag hses. (hér eftir Bjarg), kt. 490916-0670, Kletthálsi 1, 110 Reykjavík með sér svohljóðandi viljayfirlýsingu um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík á næstu árum:
Reykjavíkurborg lýsir yfir vilja til að úthluta lóðum með byggingarrétti fyrir búseturéttar – eða leiguíbúðir á vegum Bjargs, á eftirfarandi lóðum/svæðum:
- Veðurstofuhæð: Áætluð úthlutun árið 2024 fyrir allt að 50 íbúðir.
- Korpureitur: Áætluð úthlutun árið 2025 fyrir allt að 50 íbúðir.
- Vogur: Áætluð úthlutun árið 2025 fyrir allt að 73 íbúðir.
- U reitur: Áætluð úthlutun árið 2025 fyrir allt að 50 íbúðir.
- Safamýri: Áætluð úthlutun árið 2025 fyrir allt að 50 íbúðir.
- Miklubrautarstokkur: Áætluð úthlutun árið 2026 fyrir allt að 70 íbúðir.
- Skerjafjörður II: Áætluð úthlutun árið 2027 fyrir allt að 72 íbúðir.
- Sæbrautarstokkur: Áætluð úthlutun árið 2028 fyrir allt að 40 íbúðir.
- Óstaðsett: Áætluð úthlutun árið 2028 fyrir allt að 50 íbúðir.
Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara, í samstarfi við Umverfis- og skipulagssvið er falið að framfylgja þessari viljayfirlýsingu.
Viljayfirlýsing þessi var samþykkt á fundi borgarráðs 31. mars. 2022