23. maí 2018

Viljayfirlýsing um uppbyggingu 11 íbúða í Þorlákshöfn

Undirritun-Bjarg-Þorlákshöfn_23052018.jpg

Bjarg íbúðafélag og Sveitarfélagið Ölfus hafa gengið frá viljayfirlýsing um uppbyggingu 11 leiguíbúða í Þorlákshöfn.

Viljayfirlýsingin tekur til að Bjarg íbúðafélag byggi 2ja hæða fjölbýlishús með 11 íbúðum og að Ölfus úthluti lóð til verkefnisins.

Húsið mun rísa við Sambyggð og áætlanir gera ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar í maí 2019. Gylfi Arnbjörnsson stjórnarformaður Bjargs, Elín Björg Jónsdóttir meðstjórnandi, Sveinn Steinarsson forseti bæjarstjórnar Ölfuss og Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri Ölfuss undirrituðu viljayfirlýsinguna.