23. maí 2018
Viljayfirlýsing undirrituð um lóðarafhendingu og uppbyggingu 44 íbúða á Selfossi
Sveitarfélagið Árborg og Bjarg íbúðafélag hses. hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um lóðarafhendingu og byggingu 44 nýrra íbúða á Selfossi.
Íbúðirnar verða byggðar í landi sem er nú í deiliskipulagsferli í Björk á Selfossi.
Skv. yfirlýsingunni verða lóðirnar veittar í tvennu lagi, þ.e. á árinu 2018 fyrir 28 íbúðir og árið 2020 verður úthlutað lóðum fyrir 16 íbúðir.
Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samningsins í Tryggvaskála í dag. Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri í Árborg handsalar hér samninginn við þau Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ og Elínu Björgu Jónsdóttur, formann BSRB. Fyrir aftan eru hluti af bæjarfulltrúum í Árborg og formaður Foss sem er Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi. Myndina tók Magnús Hlynur Hreiðarsson.