Viljayfirlýsing um uppbyggingu 11 íbúða í Þorlákshöfn
Viljayfirlýsing undirrituð um uppbyggingu 11 leiguíbúða í Þorlákshöfn
Viljayfirlýsing undirrituð um uppbyggingu 11 leiguíbúða í Þorlákshöfn
Bjarg íbúðafélag hefur opnað fyrir skráningu á biðlista vegna íbúða félagsins. Íbúðir Bjargs íbúðarfélags eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum og sem hafa verið fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB s.l. 24 mánuði miðað við úthlutun.
Í dag var undirritað samkomulag þar sem Reykjavíkurborg veitir Bjargi íbúðafélagi lóðavilyrði fyrir lóð í Skerjafirði sem heimilar byggingu 100 íbúða. Skipulagssamkeppni var haldin um skipulag i Skerjafirði og er verið að vinna að rammaskipulagstillögu á grundvelli niðurstöðu samkeppninnar.
Skóflustunga að 83 nýjum leiguíbúðum við Urðarbrunn 130-132 í Úlfarsárdal, Reykjavík sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag kl. 15:00. Hér er um að ræða annað verkefni Bjargs en skóflustungan að fyrsta íbúðakjarna félagsins var tekin 23. febrúar sl. við Móaveg í Reykjavík.
Ritað var í gær undir viljayfirlýsingu um byggingu 33 íbúða við Asparskóga á Akranesi. Þeir sem rituðu undir viljayfirlýsinguna voru Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjarg íbúðafélags, Gylfi Arnbjörnsson stjórnarformaður Bjargs og forseti ASÍ og Árni Stefán Jónsson, varaformaður stjórnar Bjargs og formaður SFR.
Ýmsir staðir á netinu þar sem hægt er að sækja gagnlegar upplýsingar.
Sendu okkur tölvupóst