Viljayfirlýsing undirrituð um byggingu 33 íbúða á Akranesi

Ritað var í gær undir viljayfirlýsingu um byggingu 33 íbúða við Asparskóga á Akranesi. Þeir sem rituðu undir viljayfirlýsinguna voru Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjarg íbúðafélags, Gylfi Arnbjörnsson stjórnarformaður Bjargs og forseti ASÍ og Árni Stefán Jónsson, varaformaður stjórnar Bjargs og formaður SFR.

15. mars 2018