Bjarg íbúðafélag afhenti fimm hundruðustu íbúðina
Bjarg íbúðafélag afhenti í gær 500. íbúð félagsins rétt um tveimur árum eftir að fyrstu íbúar félagsins fengu íbúðir sínar afhentar. Íbúðin sem afhent var í vær var að Gæfutjörn 22 í Úlfarsárdal.
Bjarg íbúðafélag afhenti í gær 500. íbúð félagsins rétt um tveimur árum eftir að fyrstu íbúar félagsins fengu íbúðir sínar afhentar. Íbúðin sem afhent var í vær var að Gæfutjörn 22 í Úlfarsárdal.
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um fjármögnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) til íbúðafélagsins Bjargs. Í kjölfarið hyggst Bjarg lækka leigu stórs hóps leigjenda sinna.
Fyrsta skóflustunga að íbúðum Bjargs í Hraunbæ 133 var tekin í dag. Þar verða byggðar 64 íbúðir í þriggja til fimm hæða lyftuhúsi.
Í kjölfar nýlegrar endurfjármögnunar og endurskoðun rekstrar fjölbýlishúsa Bjargs við Móaveg og Urðarbrunn Reykjavík mun félagið um næstu mánaðarmót lækka leigu hjá 190 leigutökum félagsins. Mun meðalleiga hjá þessum leigutökum lækka um 14%, úr um 180.000 í 155.000.
Borgarráð hefur samþykkt að veita Bjargi íbúðafélagi vilyrði fyrir lóðum undir fjölbýlishús á tveimur stöðum í borginni. Um er að ræða lóð á horni Háaleitisbrautar og Safamýrar, gegnt verslunarmiðstöðinni Miðbæ og lóð við Seljakirkju í Breiðholti.
Ýmsir staðir á netinu þar sem hægt er að sækja gagnlegar upplýsingar.
Sendu okkur tölvupóst