
Akranes, Asparskógar 12, 14 og 16
33 íbúðir við Asparskóga 12, 14 og 16 á Akranesi.
Hús Bjargs í Asparskógum eru þrjú talsins og er sama skipulag í þeim öllum. Húsin eru á tveimur hæðum og um er að ræða stúdíóíbúðir, 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir.
Gæludýr er leyfð í hluta íbúðanna, í þeim íbúðum sem eru á jarðhæð í Asparskógum númer 12. Sjá nánar hér um reglur Bjargs um gæludýrahald. Samkomulag er við Akraneskaupstað um að þeir fái til ráðstöfunar hluta íbúðanna í Asparskógum.
Hér má sjá Asparskóga á Akranesi á korti.
Stúdíóíbúðir
- Fjöldi svefnherbergja: 0
- Stærð íbúða: 40,4 m²
2ja herbergja íbúðir
- Fjöldi svefnherbergja: 1
- Stærð íbúða: 52,5-52,8 m²
Tveggja herbergja íbúðirnar eru 52,5 - 52,8 m² og skiptast í anddyri, eitt svefnherbergi, baðherbergi og alrými með eldhúsi. Geymslurými er innan íbúðar og fataskápur er í svefnherbergi. Þá er 4,5 m² svalir/útisvæði.
Hér má sjá myndband tekið úr 2ja herbergja íbúð í Asparskógum 16.
Hér má sjá 360° myndir teknar úr 2ja herbergja íbúð í Asparskógum 16.
3ja herbergja íbúðir
- Fjöldi svefnherbergja: 2
- Stærð íbúða: 76,9 og 78,3 m²
Þriggja herbergja íbúðirnar eru 76,9 og 78,3m². Í þeim er anddyri, tvö svefnherbergi, baðherbergi og alrými með eldhúsi. Geymslurými er innan íbúðar og fataskápur er í hjónaherbergi. Þá er 4,5 m² svalir/útisvæði.
Hér má sjá myndband tekið úr 3ja herbergja íbúð í Asparskógum á framkvæmdartíma.
Hér má sjá 360° myndir teknar úr 3ja herbergja íbúð í Asparskógum.
4ra herbergja íbúðir
- Fjöldi svefnherbergja: 3
- Stærð íbúða: 92,6 m²
Fjögurra herbergja íbúðirnar eru u.þ.b. 92,6 m². Í þeim er anddyri, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og alrými með eldhúsi. Geymslurými innan íbúðar og fataskápur er í hjónaherbergi. Þá er 4,5 m² svalir/útisvæði.
Hér má sjá myndband tekið úr 4ra herbergja íbúð í Asparskógum á framkvæmdartíma.
Hér má sjá 360° myndir teknar úr 4ra herbergja íbúðirnar í Asparskógum.
Skipulag
Hér má sjá skipulag húsanna: