Áshamar 52, 221 Hafnarfjörður
Nýtt 5 hæða fjölbýlishús við Áshamar 52, 221 Hafnarfjörður. 4ra herbergja íbúðir. Íbúðirnar eru tilbúnar nú þegar. Hér má sjá Áshamar 52 á korti. Íbúðir Bjargs eru ekki leigðar með húsgögnum.
Sjá nánar hér um íbúðirnar á vef verktaka.
Íbúðirnar í Áshamri voru keyptar og ætlaðar fyrir Grindvíkinga í takt við viljayfirlýsingu sem undirrituð var við stjórnvöld vegna hamfaranna á Reykjanesi.
Úthlutanir hjá Bjargi í tengslum við íbúðir keyptar fyrir íbúa Grindavíkur eru út frá eftirfarandi:
a) póstnúmeri 240
b) biðlistanúmeri
c) fjölskyldustærð (fólk með 2 börn hefur t.d. forgang í þessar íbúðir)
d) Uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þau má finna hér: https://www.bjargibudafelag.is/leiga/skilyrdi-fyrir-uthlutun/
Ef ekki tekst að leigja almenna íbúð til leigjanda sem er undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. er eiganda íbúðarinnar heimilt að leigja hana til leigjanda sem er yfir tekju- og eignamörkunum. Heimilt er að krefjast markaðsleigu. Slíkir leigusamningar skulu þó ekki vera til lengri tíma en til eins árs.
Ef ekki tekst að leigja almenna íbúð til leigjanda frá Grindavík (aðila á lista Almannavarna vegna rýmingar í Grindavík) er heimilt að úthluta út frá almennum skilyrðum Bjargs varðandi úhlutun. Slíkir leigusamningar skulu þó ekki vera til lengri tíma en til 18 mánaða.
Um hverfið
Hamranes er 25 hektara nýbyggingarsvæði sem rís sunnan Skarðshlíðarhverfis og Vallarhverfis í Hafnarfirði. Framkvæmdir við lóðir í Hamranesi hófust í upphafi árs 2021. Í hverfinu er gert ráð fyrir grunnskóla, tveimur fjögurra deilda leikskólum auk hjúkrunarheimilis. Uppbygging í hverfinu stendur yfir og hafa frumbyggjar í hverfinu þegar flutt inn.
Staðsetning hverfisins er frábær með tilliti til útivistar á fallegum útivistarsvæðum eins og til dæmis Ástjörn, Helgafelli og Hvaleyarvatni. Þá er stutt í íþróttaiðkun Hauka á Ásvöllum.