Dalsbraut, Reykjanesbær

Skipulag

  • 18 íbúðir við Dalsbraut 1, Inni Njarðvík, 260 Reykjanesbær, fjórar 3ja herbergja, tólf 4ra herbergja og tvær 5 herbergja íbúðir. Íbúðirnar fóru í leigu 1. febrúar og 1. mars 2024.

Til að átta sig betur á íbúðunum er hér hlekkur á sambærilegt hús (Dalsbraut 2): https://www.dalsbraut.is/ Vakin er athygli á að íbúðr Bjargs eru ekki leigðar með húsgögnum.

Myndbönd úr íbúðum:

Myndband úr 3ja herbergja íbúð í Dalsbraut 1, Reykjanesbæ

Myndband úr 4ra herbergja íbúð í Dalsbraut 1, Reykjanesbæ

Myndband úr 5 herbergja íbúð í Dalsbraut 1, Reykjanesbæ

360°myndir

360 mynd úr 4ra herbergja íbúð Dalsbraut 1, Reykanesbæ

Um Dalsbraut 1

Um er að ræða 27 íbúða, 3ja hæða fjölbýlishús á þremur hæðum. Húsið er með tveimur lyftum. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Kvarts steinn á borðum bæði í eldhúsi og baðherbergi. Bjart alrými með gólfsíðum gluggum. Suður og suðvestur svalir. Húsið stendur nálægt sjávarsíðunni og er glæsilegt sjávarútsýni af eftir hæðum. Öllum íbúðum fylgir sér geymsla og í sameign er sameiginleg hjóla- og vagnageysmsla.

Íbúðirnar í Dalsbraut voru keyptar og ætlaðar fyrir Grindvíkinga í takt við viljayfirlýsingu sem undirrituð var við stjórnvöld vegna hamfaranna á Reykjanesi.

Úthlutanir hjá Bjargi í tengslum við íbúðir keyptar fyrir íbúa Grindavíkur eru út frá eftirfarandi:

a) póstnúmeri 240

b) biðlistanúmeri

c) fjölskyldustærð

d) Uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þau má finna hér: https://www.bjargibudafelag.is/leiga/skilyrdi-fyrir-uthlutun/

Ef ekki tekst að leigja almenna íbúð til leigjanda sem er undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. er eiganda íbúðarinnar heimilt að leigja hana til leigjanda sem er yfir tekju- og eignamörkunum. Heimilt er að krefjast markaðsleigu. Slíkir leigusamningar skulu þó ekki vera til lengri tíma en til eins árs.

Ef ekki tekst að leigja almenna íbúð til leigjanda frá Grindavík (aðila á lista Almannavarna vegna rýmingar í Grindavík) er heimilt að úthluta út frá almennum skilyrðum Bjargs varðandi úhlutun.  Slíkir leigusamningar skulu þó ekki vera til lengri tíma en til 18 mánaða.

Fyrir leigutaka í Dalsbraut 1