Hvolsvöllur, Hallgerðartún
Fjórar íbúðir í raðhúsi á einni hæð að Hallgerðartúni 69-75. Um er að ræða sérbýli með litlum garði og allar íbúðir með tveimur bílastæðum. Íbúðirnar eru 4ra herbergja (3 svefnherbergi) og áætlað að þær verði tilbúnar í apríl 2024. Sjá nánar hér um áætlaðar afhendingar og vinnu við umsóknir. Gæludýrahald er heimilað í íbúðunum, sjá nánar hér reglur um gæluldýrahald. Hér má sjá staðsetningu íbúðanna.
- Pallur með skjólvegg á milli íbúða.
- Við hverja íbúð er óupphituð útigeymsla
- Bakatil er innangengt í þvottahús/geymslurými.
- Tvö bílastæði eru á hverja íbúð.
Gæludýrahald er heimilt í íbúðunum. Sjá nánar hér um reglur Bjargs um gæludýrahald.
Um íbúðirnar
Íbúðirnar eru 92,2 og 93,6 m². Í þeim er anddyri, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús/geymsla og alrými með eldhúsi. Fataskápur (3 skápar) í hjónaherbergi en ekki eru fataskápar í öðrum herbergjum. Í íbúðunum er þvottahús/geymsla þar sem hægt er að ganga beint út í garðinn að norðanverðu. Geymsluskápar eru í þvottahúsi og þá eru einnig skápar í anddyri.
360° myndir
Hér má sjá 360° myndir úr sambærilegri 4ra herbergja endaíbúð (93,6 m²).
Hér má sjá 360° myndir úr sambærilegri 4ra herbergja íbúð (miðjuíbúð) (92,2 m²).
Myndbönd
Hér má sjá myndband úr sambærilegri endaíbúð (93,6 m²).
Hér má sjá myndband úr sambærilegri miðjuíbúð (92,2 m²).
Skipulag
Myndir hér fyrir neðan af útliti hússins, athygli er þó vakin á að hjólageymsla er ekki rétt á myndum en bent er á aðaluppdrætti sem sýna rétt útlit íbúða og útisvæðis.
Hvers vegna gott er að búa á Hvolsvelli
Rangárþing eystra er Heilsueflandi samfélag, meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.