Keilisholt 1, Vogar
5 hæða fjölbýlishús við Keilisholt 1, Vogum (Reykjanes). Bjarg hefur fest kaup á 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðum í húsinu. Hér má sjá Keilisholt 1, Vogum á korti.
Smelltu hér til að skoða síðu Keilisholts
Gæludýr eru leyfð í hluta íbúðanna og merkja þarf sérstaklega við í umsókn ef sótt er um íbúð sem heimilar gæludýrahald. Íbúðir Bjargs eru ekki leigðar með húsgögnum.
Íbúðirnar í Keilisholti voru keyptar og ætlaðar fyrir Grindvíkinga í takt við viljayfirlýsingu sem undirrituð var við stjórnvöld vegna hamfaranna á Reykjanesi.
Úthlutanir hjá Bjargi í tengslum við íbúðir keyptar fyrir íbúa Grindavíkur eru því út frá a) póstnúmeri 240, b) biðlistanúmeri, c) fjölskyldustærð og d) að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þau má finna hér: https://www.bjargibudafelag.is/leiga/skilyrdi-fyrir-uthlutun/
Úthlutanir hjá Bjargi í tengslum við íbúðir keyptar fyrir íbúa Grindavíkur eru út frá eftirfarandi:
a) póstnúmeri 240
b) biðlistanúmeri
c) fjölskyldustærð
d) Uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þau má finna hér: https://www.bjargibudafelag.is/leiga/skilyrdi-fyrir-uthlutun/
Ef ekki tekst að leigja almenna íbúð til leigjanda sem er undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. er eiganda íbúðarinnar heimilt að leigja hana til leigjanda sem er yfir tekju- og eignamörkunum. Heimilt er að krefjast markaðsleigu. Slíkir leigusamningar skulu þó ekki vera til lengri tíma en til eins árs.
Ef ekki tekst að leigja almenna íbúð til leigjanda frá Grindavík (aðila á lista Almannavarna vegna rýmingar í Grindavík) er heimilt að úthluta út frá almennum skilyrðum Bjargs varðandi úhlutun. Slíkir leigusamningar skulu þó ekki vera til lengri tíma en til 18 mánaða.
Skipulag
Innréttingar í öllum íbúðum eru HTH innréttingar frá Ormsson.
Rafmagnstæki eru af gerðinni AEG. Eldhús skilast með ísskáp, uppþvottavél og eldunarofni og helluborði.
Gólfefni á íbúðum eru vandað harðparket ásamt hljóðdúk, en flísar eru á gólfi í votrýmum.