Nónhamar og Hringhamar, Hafnarfirði

Laus 3ja herbergja íbúð í Hringhamri 4

3ja herbergja íbúð er laus til leigu í Hringhamri 4, Hafnarfirði. Upphaf leigu upphaf leigu 15. maí 2025.

Íbúðin er 69.4 m² og er á 3. hæð í lyftuhúsi. Um er að ræða horníbúð, svalir í vestur. Íbúðin skiptist í anddyri, tvö svefnherbergi, stofu/eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í kjallara hússins. Fataskápur er í hjónaherbergi. 

Áætlað leiguverð kr. 190.574 á mánuði, tengt vísitölu neysluverðs í desember 2024. Leigutakar eiga almennt rétt á húsnæðisbótum og í einhverjum tilfellum sérstökum húsnæðisstuðningi til að koma til móts við leigugjaldið. 

Hér má sjá myndband úr 3ja herbergja íbúð í Nónhamri 5 (69,2 m²) – íbúð 305 (horníbúð, svalir í vestur).

3ja herbergja íbúð (íbúð 305, 69,2 m²) í Nónhamri 5 í 360°

Hlutfall íbúðar í sameiginlegum kostnaði er kr. 12.957 á mánuði.

Til að koma til greina fyrir úthlutun þarf að haka við staðsetningu og íbúð á "mínum síðum" á heimasíðu Bjargs fyrir 21. nóvember nk.

Úthlutun hlýtur sá umsækjandi sem hefur lægsta númer á biðlista hjá Bjargi og uppfyllir öll skilyrði um úthlutun; hefur greitt til stéttarfélags innan ASÍ eða BSRB í a.mk. 16 mánuð, litið til sl. 24 mánuði við úthlutun og er innan tekjumarka og eignamarka, þá að skattskyldar tekjur séu ekki hærri en 8.327.000/11.659.000 (einstaklingur/hjón) auk kr. 2.082.000 fyrir hvert barn eða ungmenni að 20 ára aldri sem býr á heimilinu, skv. síðasta skattaframtali. Heildareign heimilis má ekki vera hærri en 8.999.000 kr.

Færa mig á umsóknarsíðu

Laus 2ja herbergja (gæludýrahald)

2ja herbergja íbúð er laus til leigu í Hringhamri 2, upphaf leigu 15. maí 2025.

Íbúðin 49,2 m² og er á jarðhæð. Svefnrými lokað með rennihurð, svalir í austur, inn í garðinn.

Gæludýrahald er heimilt í íbúðinni. Hámark er eitt gæludýr. Gæludýr skulu þannig haldin að ekki valdi hávaða, ónæði, óhollustu eða óþrifnaði. Leigutakar skuldbinda sig til að fara eftir Reglum um gæludýrahald hjá Bjargi íbúðafélagi, reglugerðum og reglum viðeigandi ráðuneytis, hollustuverndar og viðkomandi sveitarfélags um dýrahald. Óheimilt er að vera með hundategundir sem eru taldar hættulegar eða óæskilegar að fenginni reynslu eða mati sérfróðra aðila, s.s. dýralæknis, hundaþjálfara eða hundaeftirlitsmanna. Hér má sjá reglur um gæludýrahald í íbúðum Bjargs í heild sinni.

Um er að ræða eitt svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í sameign í kjallara hússins og í svefnherbergi er fataskápur. 

Áætlað leiguverð kr. 150.417 á mánuði, tengt vísitölu neysluverðs í desember 2024. Leigutakar eiga almennt rétt á húsnæðisbótum og í einhverjum tilfellum sérstökum húsnæðisstuðningi til að koma til móts við leigugjaldið. 

Hlutfall íbúðar í sameiginlegum kostnaði er kr. 10.225 á mánuði.

Hér má sjá myndband úr sambærilegri 2ja herbergja íbúð í Nónhamri 5 (49,3 m²) – íbúð 404

Hér má sjá 360° myndir úr sambærilegri 2ja herbergja íbúð í Nónhamri 3 (49,3 m²) – íbúð 404

Til að koma til greina fyrir úthlutun þarf að haka við staðsetningu og íbúð á "mínum síðum" á heimasíðu Bjargs fyrir 21. nóvember nk.

Úthlutun hlýtur sá umsækjandi sem hefur lægsta númer á biðlista hjá Bjargi og uppfyllir öll skilyrði um úthlutun; hefur greitt til stéttarfélags innan ASÍ eða BSRB í a.mk. 16 mánuð, litið til sl. 24 mánuði við úthlutun og er innan tekjumarka og eignamarka, þá að skattskyldar tekjur séu ekki hærri en 8.327.000/11.659.000 (einstaklingur/hjón) auk kr. 2.082.000 fyrir hvert barn eða ungmenni að 20 ára aldri sem býr á heimilinu, skv. síðasta skattaframtali. Heildareign heimilis má ekki vera hærri en 8.999.000 kr.

Færa mig á umsóknarsíðu

2ja herbergja íbúð

  • Fjöldi svefnherbergja: 1
  • Stærð íbúða: 49,2-62,9 m²
  • Fjöldi íbúða: 66

2ja herbergja íbúðirnar eru 49,2-62,9 m². Flestar 2ja herbergja íbúðirnar eru með svefnrými sem er stúkað af með rennihurð, þá er anddyri, alrými með eldhúsi og baðherbergi. Tvær íbúðanna eru með lokuðu svefnherbergi. Geymslurými er í kjallara og í íbúðinni er fataskápur.  Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.

Hér má sjá myndband úr 2ja herbergja íbúð í Nónhamri 5 (49,3 m²) – íbúð 404

Hér má sjá myndband úr 2ja herbergja íbúð í Nónhamri 3 (62,9 m²) – íbúð 112

Hér má sjá 360° myndir úr 2ja herbergja íbúð í Nónhamri 3 (49,3 m²) – íbúð 404

Hér má sjá 360° myndir úr 2ja herbergja íbúð í Nónhamri 3 (62,9 m²) – íbúð 112

3ja herbergja íbúð

  • Fjöldi svefnherbergja: 2
  • Stærð íbúða: 68,9 m² - 72,5m²
  • Fjöldi íbúða: 58

Þriggja herbergja íbúðirnar eru 68,9 m² - 72,5 m² . Þær skiptast í anddyri, tvö svefnherbergi, stofu/eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í kjallara hússins. Fataskápur er í hjónaherbergi. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.

Myndbönd

Hér má sjá myndband úr 3ja herbergja íbúð í Nónhamri 5 (69,2 m²) – íbúð 305 (horníbúð, svalir í vestur).

Hér má sjá myndband úr 3ja herbergja íbúð í Nónhamri 5 (68,9 m²) – íbúð 407, svalir í austur. 

360° myndir

3ja herbergja íbúð (íbúð 305, 69,2 m²) í Nónhamri 5 í 360°

3ja herbergja íbúð (íbúð 407, 68,9 m²) í Nónhamri 5 í 360°

4ra herbergja íbúð

  • Fjöldi svefnherbergja: 3
  • Stærð íbúða: 77,0-88,4 m²
  • Fjöldi íbúða: 20

Fjögurra herbergja íbúðirnar eru 77,0-88,4 m². Um er að ræða þrjú svefnherbergi, anddyri, stofu/eldhús og baðherbergi. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum. Geymslurými er í kjallara hússins. Fataskápur er í hjónaherbergi.

Hér má sjá myndband úr 4ra herbergja íbúð í Nónhamri 5 (88,4 m²) – íbúð 308

Hér má sjá myndband úr 4ra herbergja íbúð í Nónhamri 3 (77 m²) – íbúð 209

Hér má sjá 360° myndir úr 4ra herbergja íbúð í Nónhamri 3 (88,4 m²) – íbúð 308

Hér má sjá 360° myndir úr 4ra herbergja íbúð í Nónhamri 3 (77 m²) – íbúð 209

5 herbergja íbúð

  • Fjöldi svefnherbergja: 4
  • Stærð íbúða: 98,4 m²
  • Fjöldi íbúða: 4

Fimm herbergja íbúðirnar eru 99,3 m². Um er að ræða fjögur svefnherbergi, anddyri, stofu/eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í kjallara hússins. Fataskápur er í hjónaherbergi.  Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.

Hér má sjá myndband úr 5 herbergja íbúð í Nónhamri 3 (98.4 m²) – íbúð 313

Hér má sjá 360° myndir úr 5 herbergja íbúð í Nónhamri 3 (98.4 m²) – íbúð 313

Fyrir leigutaka í Nónhamri/Hringhamri

Um er að ræða fjölskylduvænt íbúðahverfi í Hafnarfirði. Við hönnun og skipulag hverfisins var áhersla lögð á heildræna sýn, vistvænt skipulag, sjálfbærni, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði. Stutt er í alla þjónustu og mikil nálægð er við fallega náttúru og útivistarsvæði.

Hverfisskólarnir, Skarðshlíðarskóli og Skarðshlíðarleikskóli eru undir sama þaki. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar starfar einnig í húsnæðinu.

Samgöngur milli hverfa eru nokkuð greiðar og sífellt að verða greiðari. Ný mislæg gatnamót eru komin í notkun auk þess sem tvöföldun Reykjanesbrautar lauk síðla hausts 2020. Ásvallabraut er í uppbyggingu og mun hún greiða fyrir umferð til og frá hverfinu. Við hönnun og skipulag hverfisins er áhersla lögð á heildrænar götumyndir og vistvænt skipulag og eru gönguleiðir í skóla og íþróttaaðstöðu sem er í næsta nágrenni öruggar og góðar.