
Nónhamar og Hringhamar, Hafnarfirði
148 íbúðir við Nónhamar og Hringhamar, í Hafnarfirði.
Fyrstu íbúðir voru afhentar í desember 2022 og voru verklok í október 2023.
Um er að ræða 2ja - 5 herbergja íbúðir. Gæludýrahald er heimilt í hluta íbúða á jarðhæðum en sækja þarf um þær íbúðir sérstaklega. Sjá nánar hér um reglur Bjargs um gæludýrahald. Auka nettenglar verða í öllum íbúðum og fylgja litlar geymslur í kjallara hverri íbúð. Sameiginleg vagna- og hjólageymsla í kjallara.
- Garðurinn er að hluta til ósnert hraun með mosa og í garðinum verða moltuker.
Bílastæði eru 0,9 per íbúð.
Hér má sjá hvar Hamranes í Hafnarfirði er á korti.
2ja herbergja íbúðir
- Fjöldi svefnherbergja: 1
- Stærð íbúða: 49,2-62,9 m²
- Fjöldi íbúða: 66
Tveggja herbergja íbúðirnar eru 49,2-62,9 m². Flestar 2ja herbergja íbúðirnar eru með svefnrými sem er stúkað af með rennihurð, þá er anddyri, alrými með eldhúsi og baðherbergi. Tvær íbúðanna eru með lokuðu svefnherbergi. Geymslurými er í kjallara og í íbúðinni er fataskápur. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.
Hér má sjá myndband úr 2ja herbergja íbúð í Nónhamri 5 (nr. 404, 49,3 m²)
Hér má sjá myndband úr 2ja herbergja íbúð í Nónhamri 3 (nr. 112, 62,9 m²)
Hér má sjá 360° myndir úr 2ja herbergja íbúð í Nónhamri 3 (nr. 404, 49,3 m²)
Hér má sjá 360° myndir úr 2ja herbergja íbúð í Nónhamri 3 (nr. 112 62,9 m²)
3ja herbergja íbúðir
- Fjöldi svefnherbergja: 2
- Stærð íbúða: 68,9 m² - 72,5m²
- Fjöldi íbúða: 58
Þriggja herbergja íbúðirnar eru 68,9 - 72,5 m². Þær skiptast í anddyri, tvö svefnherbergi, stofu/eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í kjallara hússins. Fataskápur er í hjónaherbergi. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.
Hér má sjá myndband úr 3ja herbergja íbúð í Nónhamri 5 (nr. 305, 69,2 m², horníbúð, svalir í vestur)
Hér má sjá myndband úr 3ja herbergja íbúð í Nónhamri 5 (nr. 407, 68,9 m², svalir í austur)
Hér má sjá 360° myndir úr 3ja herbergja íbúð í Nónhamri 5 (nr. 305, 69,2 m²)
Hér má sjá 360° myndir úr 3ja herbergja íbúð í Nónhamri 5 (nr. 407, 68,9 m²)
4ra herbergja íbúðir
- Fjöldi svefnherbergja: 3
- Stærð íbúða: 77,0-88,4 m²
- Fjöldi íbúða: 20
Fjögurra herbergja íbúðirnar eru 77,0-88,4 m². Um er að ræða þrjú svefnherbergi, anddyri, stofu/eldhús og baðherbergi. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum. Geymslurými er í kjallara hússins. Fataskápur er í hjónaherbergi.
Hér má sjá myndband úr 4ra herbergja íbúð í Nónhamri 5 (nr. 308, 88,4 m²)
Hér má sjá myndband úr 4ra herbergja íbúð í Nónhamri 3 (nr. 209, 77 m²)
Hér má sjá 360° myndir úr 4ra herbergja íbúð í Nónhamri 3 (nr. 308, 88,4 m²)
Hér má sjá 360° myndir úr 4ra herbergja íbúð í Nónhamri 3 (nr. 209, 77 m²)
5 herbergja íbúðir
- Fjöldi svefnherbergja: 4
- Stærð íbúða: 98,4 m²
- Fjöldi íbúða: 4
Fimm herbergja íbúðirnar eru 99,3 m². Um er að ræða fjögur svefnherbergi, anddyri, stofu/eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í kjallara hússins. Fataskápur er í hjónaherbergi. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.
Hér má sjá myndband úr 5 herbergja íbúð í Nónhamri 3 (nr. 313, 98.4 m²)
Hér má sjá 360° myndir úr 5 herbergja íbúð í Nónhamri 3 (nr. 313, 98.4 m²)
Umhverfi
Um er að ræða fjölskylduvænt íbúðahverfi í Hafnarfirði. Við hönnun og skipulag hverfisins var áhersla lögð á heildræna sýn, vistvænt skipulag, sjálfbærni, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði. Stutt er í alla þjónustu og mikil nálægð er við fallega náttúru og útivistarsvæði.
Hverfisskólarnir, Skarðshlíðarskóli og Skarðshlíðarleikskóli eru undir sama þaki. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar starfar einnig í húsnæðinu.
Samgöngur milli hverfa eru nokkuð greiðar og sífellt að verða greiðari. Ný mislæg gatnamót eru komin í notkun auk þess sem tvöföldun Reykjanesbrautar lauk síðla hausts 2020. Ásvallabraut er í uppbyggingu og mun hún greiða fyrir umferð til og frá hverfinu. Við hönnun og skipulag hverfisins er áhersla lögð á heildrænar götumyndir og vistvænt skipulag og eru gönguleiðir í skóla og íþróttaaðstöðu sem er í næsta nágrenni öruggar og góðar.