Eftirfarandi skilyrði eru fyrir framleigu á leiguíbúð Bjargs íbúðafélags:

1. Leigutakar sem þurfa tímabundið að flytja vegna náms, vinnu, innlagnar á sjúkrastofun eða vegna sambærilegra aðstæðna er heimilt að framleigja íbúðina. Sýna þarf fram á með sannanlegum hætti að um tímabunda leigu sé að ræða (sjá nánar í 9. gr. hvaða gögnum þarf að skila inn). 

2. Framlega má að hámarki vera 2 ár og verður að vera eitt samfellt tímabil. Skammtímaleiga, hvort sem er á íbúðinni í heild eða hluta er með öllu óheimil, þetta á m.a. við um leigu í tengslum við Airbnb eða íbúðaskipti í tengslum við sumarfrí. 

3. Leiguverð má ekki vera hærra en það sem leigutaki greiðir sjálfur, þ.e. ekki er heimilt að hagnast á framleigunni.

4. Ganga skal frá skriflegum leigusamningi við þann sem leigt er til. Leigutaki ber sjálfur ábyrgð á gerð leigusamningsins er dæmi um form fyrir tímabundinn framleigusamning við útleigu á íbúð má finna hér. Bæði þú sem leigusali og sá sem þú framleigir til (leigutaki) þurfa að skrifa undir samninginn og afhenda Bjargi afrit af undirrituðum samningi áður en leigutími hefst.

5. Sá sem framleigja á til þarf að vera upplýstur um að leigan skapar honum engin réttindi og að honum beri að rýma húsnæðið þegar tímabundnum leigutíma lýkur. Honum er ekki heimilt að taka við leigu á íbúðinni eftir að tímabundnum leigusamningi um áframleigu lýkur.

6. Þrátt fyrir framleiguna ber leigutaki fulla ábyrgð á hinu leigða eins og kemur fram í leigusamningi hans við Bjarg, þá bæði varðandi tjón sem kann að vera á hinu leigða sem og varðandi leigu- og húsfélagsgreiðslur. 

7. Sá sem framleigja á til þarf ekki að hafa verið á biðlista hjá Bjargi, leigutaki velur sjálfur þann sem hann treystir til að fara með með íbúðina og standa í skilum.

8. Hámarksfjöldi í íbúð má ekki fara yfir einn íbúa í hvert herbergi (t.d. þá tvo í tveggja herbergja íbúð, þrjá í þriggja herbergja íbúð o.s.frv.).

9. Í umsókn um framleigu þarf eftirfarandi að koma fram:

a) Ef ástæðan er heilsutengd þá ber að skila inn undirrituðu og stimluðu vottorði frá lækni.
b) Ef ástæðan er vinnutengd þá ber að skila inn afriti af tímabundnum ráðningarsamningi á öðrum stað á landinu eða erlendis.
c) Ef ástæðan er vegna náms þá ber að skila inn staðfestingu á tímabundinni dvöl frá viðkomandi skóla/námsstofnun.
d) Ef ástæðan er fangelsisdvöl þá ber að skila þarf inn tilkynningu Fangelsismálastofnunar um afplánun.

Hafi þínum leigusamningi verið þinglýst hjá Sýslumanni og sá sem þú framleigir til hyggst sækja um húsnæðisbætur þarft þú að aflýsa þínum leigusamningi svo hann geti þegið húsnæðisbætur á fastanúmerið. Þá þarft þú að passa að loka þinni umsókn á heimsíðu hms.is ef sá sem framleigir hyggst sækja um húsnæðisbætur.

Staðfesta þarf við Bjarg þegar leigutíma framleigu er lokið og þú flytur aftur inn eða ef þú óskar eftir því að segja upp leigu.

Mikilvægt!
Þrátt fyrir framleigu er leigusamningurinn þinn við Bjarg íbúðafélag enn í gildi. Það þýðir að jafnvel þótt þú búir ekki í íbúðinni er það á þinni ábyrgð að leiga og hússjóður sé í skilum, að reglum húsfélagsins sé fylgt og að farið sé vel með eignina. Það þýðir að Bjarg íbúðafélag gæti sagt upp leigusamningnum við þig ef sá sem þú framleigir til sýnir af sér slæma hegðun. Sömuleiðis þýðir það að ef sá sem þú leigir til greiðir ekki leiguna þá þarft þú að greiða Bjargi.

Skjöl til útprentunar, vegna umsóknar um framleigu:

  1. Umsókn um tímabundna framleigu
  2. Umboð til tengiliðs við leigusala við framleigu