Leiga

Bjarg starfar samkvæmt lögum um almennar íbúðir.   Í lögunum eru tilgreind tekju-og eignamörk ásamt viðmiði um  greiðslubyrði leigu.

Tekjumörk

Árstekjur leigjenda almennra íbúða skulu ekki nema hærri fjárhæð en:

4.749.000 kr. fyrir hvern einstakling.
6.649.000 kr. fyrir hjón og sambúðarfólk.
1.187.000 kr. fyrir hvert barn eða ungmenni að 20 ára aldri sem býr á heimilinu.
Heildareign skal ekki nema hærri fjárhæð en 5.126.000 kr.

Leiguverð

Miðað er við að greiðslubyrði leigu fari ekki yfir 25% af heildartekjum leigjenda að teknu tilliti til húsnæðisbóta.

 

Umsóknir

Umsóknaferlið verður vel auglýst þegar nær líður og mun skráning fara fram rafrænt hér á vef félagsins.

Gert er ráð fyrir að fyrstu íbúðir félagsins verði tilbúnar snemma árs 2019.