Safamýri 58-60 í Reykjavík - NÝTT

2ja herbergja íbúðir

  • Fjöldi svefnherbergja: 1
  • Stærð íbúða: 49,0-56,2 m²
  • Fjöldi íbúða: 15

Tveggja herbergja íbúðirnar eru 49,0 - 56,2 m² og eru þær allar með svefnrými sem er stúkað af með rennihurð. Um er að ræða anddyri, baðherbergi og alrými með eldhúsi. Geymslurými er í afmörkuðum geymslukjarna í húsinu og í íbúðinni er fataskápur. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.

Hér má sjá myndband úr sambærilegri 2ja herbergja íbúð í Nónhamri 5 í Hafnarfirði (íbúð 404, 49,3 m²)

Hér má sjá 360° myndir úr sambærilegri 2ja herbergja íbúð í Nónhamri 5 í Hafnarfirði (íbúð 404, 49,3 m²)

3ja herbergja íbúðir

  • Fjöldi svefnherbergja: 2
  • Stærð íbúða: 71,2 - 81,0 m²
  • Fjöldi íbúða: 12

Þriggja herbergja íbúðirnar eru 71,2 - 81,0 m². Um er að ræða anddyri, tvö svefnherbergi, stofu/eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í afmörkuðum geymslukjarna í húsinu og í hjónaherbergi er fataskápur. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.

4ra herbergja íbúðir

  • Fjöldi svefnherbergja: 3
  • Stærð íbúða: 93,9 - 97,2 m²
  • Fjöldi íbúða: 6

Fjögurra herbergja íbúðirnar eru 93,9 - 97,2 m². Um er að ræða þrjú svefnherbergi, anddyri, stofu/eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í afmörkuðum geymslukjarna í húsinu og í hjónaherbergi er fataskápur. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum. 

5 herbergja íbúðir

  • Fjöldi svefnherbergja: 4
  • Stærð íbúða: 116,4 m²
  • Fjöldi íbúða: 3

Fimm herbergja íbúðirnar eru 116,4 m². Um er að ræða fjögur svefnherbergi, anddyri, stofu/eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í afmörkuðum geymslukjarna í húsinu og í hjónaherbergi er fataskápur. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.

Umhverfi

Staðsetningin þykir góð með tilliti til samgangna, þjónustu og tenginga við stofnbrautir, skóla og leikskóla. Gæludýrahald verður leyft í hluta íbúðanna.