
Safamýri 58-60 í Reykjavík - NÝTT
36 leiguíbúðir verða byggðar í 4ra hæða fjölbýlishúsi við Safamýri 58-60 (við Háleitisbraut), 108 Reykjavík. Íbúðirnar verða tveggja til fimm herbergja í tveimur, 4ra hæða fjölbýlishúsum.
Fyrsta skóflustungan var tekin 9. október 2024 og áætlað að íbúðirnar verði tilbúnar til leigu í júní 2026. Hér má staðsetningu lóðar á korti.
Opnað verður fyrir umsóknir sumar 2025.
Verktaki: Ístak hf.
Arkitekt: A2F og Gríma arkitektar
Raflagnahönnun: Kriston raflagnahönnun
Verkfræðihönnun: Ferill verkfræðistofa
2ja herbergja íbúðir
- Fjöldi svefnherbergja: 1
- Stærð íbúða: 49,0-56,2 m²
- Fjöldi íbúða: 15
Tveggja herbergja íbúðirnar eru 49,0 - 56,2 m² og eru þær allar með svefnrými sem er stúkað af með rennihurð. Um er að ræða anddyri, baðherbergi og alrými með eldhúsi. Geymslurými er í afmörkuðum geymslukjarna í húsinu og í íbúðinni er fataskápur. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.
Hér má sjá myndband úr sambærilegri 2ja herbergja íbúð í Nónhamri 5 í Hafnarfirði (íbúð 404, 49,3 m²)
Hér má sjá 360° myndir úr sambærilegri 2ja herbergja íbúð í Nónhamri 5 í Hafnarfirði (íbúð 404, 49,3 m²)
3ja herbergja íbúðir
- Fjöldi svefnherbergja: 2
- Stærð íbúða: 71,2 - 81,0 m²
- Fjöldi íbúða: 12
Þriggja herbergja íbúðirnar eru 71,2 - 81,0 m². Um er að ræða anddyri, tvö svefnherbergi, stofu/eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í afmörkuðum geymslukjarna í húsinu og í hjónaherbergi er fataskápur. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.
4ra herbergja íbúðir
- Fjöldi svefnherbergja: 3
- Stærð íbúða: 93,9 - 97,2 m²
- Fjöldi íbúða: 6
Fjögurra herbergja íbúðirnar eru 93,9 - 97,2 m². Um er að ræða þrjú svefnherbergi, anddyri, stofu/eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í afmörkuðum geymslukjarna í húsinu og í hjónaherbergi er fataskápur. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.
5 herbergja íbúðir
- Fjöldi svefnherbergja: 4
- Stærð íbúða: 116,4 m²
- Fjöldi íbúða: 3
Fimm herbergja íbúðirnar eru 116,4 m². Um er að ræða fjögur svefnherbergi, anddyri, stofu/eldhús og baðherbergi. Geymslurými er í afmörkuðum geymslukjarna í húsinu og í hjónaherbergi er fataskápur. Sérafnotareitur á jarðhæðum og svalir á efri hæðum.
Umhverfi
Staðsetningin þykir góð með tilliti til samgangna, þjónustu og tenginga við stofnbrautir, skóla og leikskóla. Gæludýrahald verður leyft í hluta íbúðanna.